Lífið

Arnór Dan og Vig­dís Hlíf selja slotið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár. Skjáskot/Arnór Dan

Arnór Dan Arnarson, söngvari í hljómsveitinni Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir í markaðsdeild Landsbankans hafa sett hæð sína við Laugarnesveg í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Eignin er um 146 fermetra að stærð með sérinngangi í húsi sem var reist árið 1956. Aukin lofthæð er í eigninni sem hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár.

Þau Arnór og Vigdís komu sér vel fyrir í þessari sjarmerandi íbúð sem þau hafa innréttað á fallegan hátt í mínimalískum stíl.

Stofur er bjartar og opnar með góðum gluggum sem snúa út í garð.Borg Fasteignasala
Borg Fasteignasala

Eldhús er fyrir miðju eignarinnar búin hvítri og fallegri innréttingu með viðarborðplötu. Þaðan er gengið inn í opnar og bjartar stofur með gluggum á tvo vegu.

Samtals eru þrjú rúmgóð svefnherbergi innréttuð í mjúkum litum. Baðherbergið sem hefur allt verið nýlega endurnýjað er með flísum á gólfi, fallegri innréttingu og tvöfaldri handlaug, upphengdu salerni og walk in sturtu.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Fallegar viðarborðplötur skreyta borðrými innréttingar og eyju.Borg Fasteignasala
Opið er úr eldhúsi inn í stofu.Borg Fasteignasala
Hjónaherbergið er parketlagt með góðum skápum.Borg Fasteignasala
Barnaherbergið er notalegt og fallega innréttað.Borg Fasteignasala
Baðherbergið er endurnýjað og flísalagt hólf í gólf.Borg Fasteignasala






Fleiri fréttir

Sjá meira


×